Erlent

Spurning um stjórnarskrá ESB kynnt

Barátta Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, fyrir því að fá stjórnarskrá Evrópusambandsins samþykkta í landinu hófst í dag þegar greint var frá því hvaða spurningar Bretar verða spurðir í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrána. Hún er svohljóðandi: Á Stóra-Bretland að samþykkja samninginn sem staðfestir stjórnarskrá Evrópusambandsins? Blairs og félaga bíður erfitt starf því samkvæmt skoðanakönnunum eru 65 prósent Breta andvíg stjórnarskránni og hafa andstæðingar hennar sagt að með henni muni stefnumótun í landinu færast til höfuðstöðva ESB í Brussel og Bretar glata þjóðareinkennum sínum. Andstæðingar Blairs hafa vænt hann um heigulskap fyrir að fresta þjóðaratkvæðagreiðslunni fram yfir þingkosningar sem eiga að fara fram í maí. Ljóst er að verkefni Blairs er torsótt og telja stjórmálaskýrendur að hann þurfi jafnvel að segja af sér á næsta ári samþykki Bretar ekki stjórnarskrána, en búist er við að kosningarnar fari fram á fyrri hluta ársins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×