Erlent

Rússum fækkar ört

Dauðsföll í Rússlandi eru umtalsvert fleiri en fæðingar og hefur Rússum fækkað um fimm milljónir á síðustu tíu árum. Íbúar Rússlands eru nú rúmlega 143 milljónir en ef heldur fram sem horfir gætu þeir verið orðnir 100 milljónir árið 2050. Þetta hefði skelfilegar afleiðingar fyrir landið. Skortur á vinnuafli kæmi í veg fyrir framleiðsluaukningu og öldruðum myndi fjölga stórlega á sama tíma og miklu færri væru til þess að standa undir umönnun þeirra. Ástæðurnar fyrir þessu er að finna í ömurlegu þjóðfélagsumhverfi í Rússlandi. Þar eru skráð þrjú dauðsföll fyrir hverjar tvær fæðingar. Þar eru 36 þúsund manns myrtir á hverju ári, yfir 34 þúsund deyja vegna ofdrykkju og tæplega 40 þúsund farast í umferðarslysun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×