Erlent

Banni á viðræður við Abbas aflétt

Ariel Sharon, forætisráðherra Ísraels, hefur aflétt banni á friðarviðræður við Mahmoud Abbas, nýjan leiðtoga Palestínumanna. Bannið var sett á eftir að sex Ísraelsmenn létu lífið í fyrirsát palestínskra uppreisnarmanna við Gasaborg fyrir um það bil tveim vikum. Heimildarmenn innan ísraelsku stjórnarinnar segja að aðstoðarmenn Abbas og Sharons muni hittast í dag til þess að fara yfir stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×