Erlent

Þrír Svíar drukknuðu við Taíland

Minnst sjö manns, þar af þrír sænskir ferðamenn, létu lífið þegar skúta sökk úti fyrir Koh Samui, vinsælum ferðamannastað í Taílandi, í nótt. Mikill fjöldi manna var að skemmta sér um borð í skútunni þegar slysið varð og var enginn í björgunarvesti. Þessi ferðamannastaður varð ekki fyrir flóðbylgjunni sem skall á Taílandi á annan dag jóla og ferðamannastraumurinn hefur því í auknum mæli leitað þangað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×