Erlent

Innilokað vegna snjóskafla

Nærri tveggja metra háir snjóskaflar eru víða í Massachusetts í Bandaríkjunum eftir gríðarlega ofankomu um helgina og er fjöldi fólks hreinlega lokaður inni á heimilum sínum af þeim sökum. Gríðarleg hríð var alla helgina á austurströnd Bandaríkjanna, einkum í nágrenni Boston, og hafa um tuttugu dauðsföll verið rakin beint til óveðursins. Enn hefur neyðarástandi ekki verið aflýst á svæðinu en snjómokstur er þó kominn á fullt skrið eftir að hætta þurfti að moka í gær vegna mikilla vinda. Nú er vonast til þess að mesti veðurhamurinn sé genginn yfir og t.a.m. hefur alþjóðaflugvöllurinn í Boston verið opnaður á nýjan leik eftir að hafa verið lokaður í þrjátíu klukkustundir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×