Líkami fyrir styttra líf? 24. janúar 2005 00:01 Jæja, þá er það komið á hreint. Líkamsrækt er hættuleg. Það er hollara að liggja í leti og þjálfa hláturtaugarnar, fara svo bara í smágöngutúra. Þetta er heimsopinberun og fyrir okkur, lífsins letihauga, hreinræktuð syndaaflausn. Það eru tveir þýskir læknar, dr. Peter Axt og dr. Michaela Axt-Gadermann, sem hafa skrifað heila bók þeirri fullyrðingu til stuðnings að það sé hættulegt að hella sér út í líkamsrækt. Þau halda því fram að við fæðumst með takmarkað magn af lífsorku og ættum að forðast að sóa henni á altari "fitness-þráhyggjunnar". Ótrúlegt hvað maður getur verið sammála þessu fólki sem maður þekkir ekki neitt. Ekki þar fyrir, maður hefur haldið þessu fram lengi dags, en skort vísindalegar sannanir máli sínu til stuðnings og það er alveg sama hvað þú segir og gerir á Vesturlöndum, hafir þú ekki vísindalegar sannanir fyrir máli þínu, er það dautt og ómerkt. Bók þeirra Axt og Axt-Gaderman heitir "The Joy of Laziness: How to Slow Down and Live Longer," eða Gleði letinnar: Að hægja á sér og lifa lengur. Það er ekki svo að þau feðginin og samstarfsfélagarnir Axt og Axt-Gaderman haldi því fram að öll hreyfing sé af hinu vonda. Þau mæla jafnvel með stuttum gönguferðum - en þau staðhæfa að afslappað líferni sé heilsufari okkar mjög mikilvægt. "Sé líf þitt fullt af streitu og þú þjálfir af alefli, framleiðir líkami þinn hormóna sem valda háum blóðþrýstingi og eyðileggja hjarta þitt og æðar," segja þau - og það er ekki laust við að lýsingin minni á áróður gegn reykingum. Það skyldi þó ekki vera jafnóhollt að stunda ákafa líkamsrækt og að reykja of mikið? Þau feðginin mæla með hlátri í stað líkamsræktar. Miklum hlátri. Þau segja mun heilnæmara að hlæja en að hlaupa. Hláturinn örvar efnaskipti líkamans á sama hátt og langhlaup en er laus við allar hliðarverkanirnar. Það er rosalega gaman að einhver skuli loksins rísa upp og höggva undan líkamsræktarfasismanum sem öllu hefur kollriðið síðustu tvo áratugina, hamrandi á því að fólk eigi að borga tugi þúsunda, jafnvel á annað hundrað þúsund krónur í líkamsrækt á ári til þess að lifa heilbrigðara lífi og lengra. Gjaldið er svipað og reykingamenn, sem deyja úr sama hjartasjúkdómi og líkamsræktarfríkin, eyða í sígarettur á ári. Ha-ha-ha..... Hver skyldi hafa trúað þessu? Að ekki sé talað um þá sem hlaupa og hlaupa og hlaupa um landið þvert og endilagt til þess að halda sér í fullkomnu formi. Ég verð að játa, að ég hef lagt stórar lykkjur á leið mína, til þess að forðast að hitta slíkt fólk. Það horfir alltaf á mann með hlaupatrúarofsa í augum, geislandi af endorfíni og lætur mann skilja, svo ekki verður um villst, að maður er bara ömurlegur - og feitur. En það er reyndar ekki eina ástæðan fyrir því að ég forðast að hitta hlaupafrík. Aðalástæðan er sú að þetta lið er svo skorpið. Það hefur svo djúslausan líkama og vogskorið andlit að maður vill ekki hætta á að það birtist í draumum manns. Draumana vill maður hafa eins og lífið, safaríka og mjúka, fullt af gleði og hlátri. Nýtt lífsmottó fyrir mannkynið: Rækta skopskynið og velja sér skemmtilega vini. Súsanna Svarasdóttir - sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Jæja, þá er það komið á hreint. Líkamsrækt er hættuleg. Það er hollara að liggja í leti og þjálfa hláturtaugarnar, fara svo bara í smágöngutúra. Þetta er heimsopinberun og fyrir okkur, lífsins letihauga, hreinræktuð syndaaflausn. Það eru tveir þýskir læknar, dr. Peter Axt og dr. Michaela Axt-Gadermann, sem hafa skrifað heila bók þeirri fullyrðingu til stuðnings að það sé hættulegt að hella sér út í líkamsrækt. Þau halda því fram að við fæðumst með takmarkað magn af lífsorku og ættum að forðast að sóa henni á altari "fitness-þráhyggjunnar". Ótrúlegt hvað maður getur verið sammála þessu fólki sem maður þekkir ekki neitt. Ekki þar fyrir, maður hefur haldið þessu fram lengi dags, en skort vísindalegar sannanir máli sínu til stuðnings og það er alveg sama hvað þú segir og gerir á Vesturlöndum, hafir þú ekki vísindalegar sannanir fyrir máli þínu, er það dautt og ómerkt. Bók þeirra Axt og Axt-Gaderman heitir "The Joy of Laziness: How to Slow Down and Live Longer," eða Gleði letinnar: Að hægja á sér og lifa lengur. Það er ekki svo að þau feðginin og samstarfsfélagarnir Axt og Axt-Gaderman haldi því fram að öll hreyfing sé af hinu vonda. Þau mæla jafnvel með stuttum gönguferðum - en þau staðhæfa að afslappað líferni sé heilsufari okkar mjög mikilvægt. "Sé líf þitt fullt af streitu og þú þjálfir af alefli, framleiðir líkami þinn hormóna sem valda háum blóðþrýstingi og eyðileggja hjarta þitt og æðar," segja þau - og það er ekki laust við að lýsingin minni á áróður gegn reykingum. Það skyldi þó ekki vera jafnóhollt að stunda ákafa líkamsrækt og að reykja of mikið? Þau feðginin mæla með hlátri í stað líkamsræktar. Miklum hlátri. Þau segja mun heilnæmara að hlæja en að hlaupa. Hláturinn örvar efnaskipti líkamans á sama hátt og langhlaup en er laus við allar hliðarverkanirnar. Það er rosalega gaman að einhver skuli loksins rísa upp og höggva undan líkamsræktarfasismanum sem öllu hefur kollriðið síðustu tvo áratugina, hamrandi á því að fólk eigi að borga tugi þúsunda, jafnvel á annað hundrað þúsund krónur í líkamsrækt á ári til þess að lifa heilbrigðara lífi og lengra. Gjaldið er svipað og reykingamenn, sem deyja úr sama hjartasjúkdómi og líkamsræktarfríkin, eyða í sígarettur á ári. Ha-ha-ha..... Hver skyldi hafa trúað þessu? Að ekki sé talað um þá sem hlaupa og hlaupa og hlaupa um landið þvert og endilagt til þess að halda sér í fullkomnu formi. Ég verð að játa, að ég hef lagt stórar lykkjur á leið mína, til þess að forðast að hitta slíkt fólk. Það horfir alltaf á mann með hlaupatrúarofsa í augum, geislandi af endorfíni og lætur mann skilja, svo ekki verður um villst, að maður er bara ömurlegur - og feitur. En það er reyndar ekki eina ástæðan fyrir því að ég forðast að hitta hlaupafrík. Aðalástæðan er sú að þetta lið er svo skorpið. Það hefur svo djúslausan líkama og vogskorið andlit að maður vill ekki hætta á að það birtist í draumum manns. Draumana vill maður hafa eins og lífið, safaríka og mjúka, fullt af gleði og hlátri. Nýtt lífsmottó fyrir mannkynið: Rækta skopskynið og velja sér skemmtilega vini. Súsanna Svarasdóttir - sussa@frettabladid.is
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun