Innlent

38% aukning innlendra útlána

Samkvæmt gögnum sem Seðlabankinn birti síðastliðinn föstudag var aukning innlendra útlána bankanna alls um 305 milljarðar króna á síðasta ári, eða um 38%. Þetta er meira en helmingi hærri aukning en á árinu 2003 þegar hún nam 15%. Lán til fyrirtækja hækkuðu töluvert en einkum jukust lán til heimilanna í landinu mikið, sérstaklega frá því í ágúst þegar bankarnir fóru að bjóða húsnæðislán á sambærilegum kjörum og Íbúðalánasjóður. Alls jukust lán til heimilanna um 119 milljarða á árinu sem leið og voru þau alls 307 milljarðar í árslok. Ekki er þó um hreina skuldaaukningu að ræða að hálfu heimilanna þar sem stærstur hluti þessarar lántöku hefur verið nýttur til að greiða niður lán hjá Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×