Erlent

Bresk börn í mestum efnum

Bresk börn og unglingar eru allra evrópskra barna duglegust við að nauða í foreldrum sínum um peninga. Þetta kemur fram í úttekt Datamonitor á því hversu mikið fé íbúar Evrópuríkja láta börn sín hafa. Bresk börn á aldrinum tíu til sautján ára fá andvirði um 90 þúsund króna á ári samanlagt í vasapening og peningagjafir. Sænsk börn fá næstmest, andvirði um 85 þúsund króna. Spænsk börn fá meira en helmingi minna, andvirði 38 þúsund króna. Ekki kom fram hversu mikið íslensk börn fá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×