Erlent

Ráðherra kallar Rice fasista

Ráðherra í Simbabve vísar á bug fullyrðingum Condoleezza Rice, verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að Simbabve sé eitt af harðstjórnarríkjum heims. "Við höfum ekki áhyggjur þegar fasistar gera svona athugasemdir," sagði Didymus Mutasa, ráðherra gegn spillingu, í viðtali við BBC. Hann bætti við að Simbabve myndi verjast allri hernaðaríhlutun Bandaríkjanna. Að minnsta kosti 200 manns hafa fallið í átökum og tugir þúsunda hafa verið reknir frá heimilum sínum í Simbabve eftir að ríkisstjórn Roberts Mugabe byrjaði að reka hvíta bændur af býlum sínum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×