Erlent

Hermönnum fjölgað í Aceh-héraði

Hernaðaryfirvöld í Indónesíu ætla að fjölga hermönnum í hjálparstarfsemi í Aceh-héraði um mörg þúsund. Eftir fjölgunina verða meira en 50 þúsund hermenn frá Indónesíu við störf á Aceh. Hermennirnir munu eingöngu vinna að hjálparstarfi og yfirvöld þvertaka fyrir það að hermönnunum sé ætlað að berja niður andstöðu uppreisnarmanna. Það er ekki vanþörf á viðbótinni því alls eru meira en 700 þúsund manns heimilislaus á Indónesíu eftir hamfarirnar sem urðu að minnsta kosti 107 þúsund Indónesum að bana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×