Lífið

Eitt erfiðasta verkefnið til þessa

Chris Martin, söngvari bresku hljómsveitarinnar Coldplay, segir að gerð þriðju plötu sveitarinnar hafi verið eitt erfiðasta verkefnið sem hann hafi tekist á við. Sveitin er að leggja lokahönd á plötuna, sem er væntanleg í búðir í vor. Síðasta plata Coldplay, A Rush of Blood to the Head, kom út fyrir þremur árum og naut mikilla vinsælda. Meðlimir sveitarinnar hafa játað að erfitt hafi verið að fylgja eftir svo góðri plötu. Hættu þeir meðal annars samstarfi við upptökustjóra sinn til langs tíma, Ken Nelson, og fengu Danton Supple í hans stað. Martin er ánægður með nýju lögin. "Við erum búnir að semja nokkur hrikalega góð lög. Ég held að við náum ekki að toppa þessa plötu. Ég segi þetta alltaf en núna meina ég það," sagði hann. Platan er sögð vera mikil framþróun frá þeirri síðustu. Þar má greina áhrif frá raftónlist áttunda áratugarins, David Bowie, Bob Dylan og Brian Eno.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.