Innlent

Umdeildar reglur bíða gildistöku

Hún segir að staðan sé því óbreytt frá því sem var fyrir áramót, þar sem síðarnefndu reglurnar öðlist ekki gildi fyrr en í næsta mánuði. Umræða reis þegar þremur einstaklingum í endurhæfingu á Grensási var á nýju ári synjað um ferðaþjónustu fatlaðra á vegum borgarinnar þar sem þeir væru orðnir 67 ára. Var þetta sagt byggt á reglum sem tekið hefðu gildi um áramót. Einstaklingarnir þrír sem sóttu endurhæfingu á göngudeild kváðust vera í miklum vanda, þar sem þeir hefðu treyst á ferðaþjónustuna. Guðrún Karlsdóttir, læknir á Grensási, taldi þetta á skjön við þá þróun sem unnið væri að, það er að efla göngudeildarþjónustu á Landspítala háskólasjúkrahúsi. "Þessar reglur hafa enn ekki hlotið staðfestingu borgarráðs og eru því ekki komnar í gildi," sagði Björk, sem kvaðst ekki geta tjáð sig um höfnunarmál einstaklinganna þriggja þar sem hún þekkti ekki nægilega vel til þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×