Verkamaður í víngarði Drottins 5. janúar 2005 00:01 Trúin er sterkur þráður í öllu sem snertir líf kaupmannsins í Litla húsinu. Hann er yngstur fjögurra systkina en foreldrar hans, Þórunn Jónsdóttir og Guðmundur Jónasson, voru bæði sterktrúuð. Hann fór ungur í sunnudagaskóla í kristniboðshúsinu Zíon á Akureyri og um átta ára aldur byrjaði hann í KFUM þar sem hann varð síðar foringi. Árið 1971 hóf Jón Oddgeir að starfrækja Orð dagsins, símsvara sem fólk gat hringt í allan sólarhringinn og hlustað á kristilegar hugleiðingar. Í dag, 33 árum síðar, starfrækir hann enn Orð dagsins og aldrei hefur hann tekið krónu af þeim sem nýtt hafa sér þessa þjónustu. "Fyrstu áratugina voru mjög margir sem hringdu í Orð dagsins en hin síðari ár hefur þeim farið fækkandi. Þó hringja enn 10 til 20 manns á dag," segir Jón Oddgeir sem les að mestu sjálfur inn á símsvarann og skiptir daglega um hugleiðingar. Þar sem hann fékk engar tekjur af Orði dagsins, en hafði af töluverð útgjöld, fór hann fljótlega að huga að leið til að standa straum af kostnaðinum. "Ég datt niður á breska hugmynd árið 1972 sem gekk út á að bænir voru prentaðar á límmiða sem síðan voru límdir á mælaborð í bílum. Þessari hugmynd kom ég á markað hér á landi og hefur bílabænin farið í tugi þúsunda íslenskra bifreiða." Jón Oddgeir hefur sótt fleiri kristilegar viðskiptahugmyndir út fyrir landsteinana. "Árið 1984 byrjaði ég að gefa út Guðsorðaöskjuna en í henni eru lítil spjöld með 200 ritningargreinum eða Biblíutextum. Öskjuna, sem er að norskri fyrirmynd, kalla ég Orð Guðs til þín úr Biblíunni og hef ég selt yfir 12 þúsund eintök." Litla húsið Jón Oddgeir erfði Litla húsið eftir föður sinn og hóf að versla með kristilegar vörur árið 1981. "Það sem ég sel mest af eru bænabækur, Biblíur handa börnum, krossar af ýmsum toga og Guðsorðaöskjurnar. Einnig eru englanælur og englamyndir vinsælar. Ég hef lítið auglýst í gegnum tíðina en þó hafa viðskiptin heldur farið vaxandi og ég verð ekki var við að fólk sé síður trúað í dag en þegar ég byrjaði fyrir rúmum tveimur áratugum," segir Jón Oddgeir. Kaupmaðurinn í Litla húsinu á Akureyri er einhleypur og óhætt að segja að allt hans líf snúist á einn eða annan hátt um Guð, kirkjuna og trúna. Hann er formaður KFUM og K á Akureyri, á sæti í sóknarnefnd Akureyrarkirkju, situr í stjórn Landssambands KFUM og K, er í leikmannaráði þjóðkirkjunnar, formaður sumarbúðanna að Hólavatni og sem umboðsmaður Hjálparstarfs kirkjunnar á Akureyri sér hann um ýmis verk s.s. að deila út mat til bágstaddra fyrir jól. Að fenginni þessari upptalningu frá Jóni Oddgeiri stenst blaðamaður ekki mátið og spyr hvort ekki sé óhætt að telja hann umboðsmann Guðs á Akureyri. Hann hlær við og strýkur blaðamanni vinalega um bakið um leið og hann segir: "Nei, ég er bara verkamaður í víngarði Drottins!" Innlent Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Trúin er sterkur þráður í öllu sem snertir líf kaupmannsins í Litla húsinu. Hann er yngstur fjögurra systkina en foreldrar hans, Þórunn Jónsdóttir og Guðmundur Jónasson, voru bæði sterktrúuð. Hann fór ungur í sunnudagaskóla í kristniboðshúsinu Zíon á Akureyri og um átta ára aldur byrjaði hann í KFUM þar sem hann varð síðar foringi. Árið 1971 hóf Jón Oddgeir að starfrækja Orð dagsins, símsvara sem fólk gat hringt í allan sólarhringinn og hlustað á kristilegar hugleiðingar. Í dag, 33 árum síðar, starfrækir hann enn Orð dagsins og aldrei hefur hann tekið krónu af þeim sem nýtt hafa sér þessa þjónustu. "Fyrstu áratugina voru mjög margir sem hringdu í Orð dagsins en hin síðari ár hefur þeim farið fækkandi. Þó hringja enn 10 til 20 manns á dag," segir Jón Oddgeir sem les að mestu sjálfur inn á símsvarann og skiptir daglega um hugleiðingar. Þar sem hann fékk engar tekjur af Orði dagsins, en hafði af töluverð útgjöld, fór hann fljótlega að huga að leið til að standa straum af kostnaðinum. "Ég datt niður á breska hugmynd árið 1972 sem gekk út á að bænir voru prentaðar á límmiða sem síðan voru límdir á mælaborð í bílum. Þessari hugmynd kom ég á markað hér á landi og hefur bílabænin farið í tugi þúsunda íslenskra bifreiða." Jón Oddgeir hefur sótt fleiri kristilegar viðskiptahugmyndir út fyrir landsteinana. "Árið 1984 byrjaði ég að gefa út Guðsorðaöskjuna en í henni eru lítil spjöld með 200 ritningargreinum eða Biblíutextum. Öskjuna, sem er að norskri fyrirmynd, kalla ég Orð Guðs til þín úr Biblíunni og hef ég selt yfir 12 þúsund eintök." Litla húsið Jón Oddgeir erfði Litla húsið eftir föður sinn og hóf að versla með kristilegar vörur árið 1981. "Það sem ég sel mest af eru bænabækur, Biblíur handa börnum, krossar af ýmsum toga og Guðsorðaöskjurnar. Einnig eru englanælur og englamyndir vinsælar. Ég hef lítið auglýst í gegnum tíðina en þó hafa viðskiptin heldur farið vaxandi og ég verð ekki var við að fólk sé síður trúað í dag en þegar ég byrjaði fyrir rúmum tveimur áratugum," segir Jón Oddgeir. Kaupmaðurinn í Litla húsinu á Akureyri er einhleypur og óhætt að segja að allt hans líf snúist á einn eða annan hátt um Guð, kirkjuna og trúna. Hann er formaður KFUM og K á Akureyri, á sæti í sóknarnefnd Akureyrarkirkju, situr í stjórn Landssambands KFUM og K, er í leikmannaráði þjóðkirkjunnar, formaður sumarbúðanna að Hólavatni og sem umboðsmaður Hjálparstarfs kirkjunnar á Akureyri sér hann um ýmis verk s.s. að deila út mat til bágstaddra fyrir jól. Að fenginni þessari upptalningu frá Jóni Oddgeiri stenst blaðamaður ekki mátið og spyr hvort ekki sé óhætt að telja hann umboðsmann Guðs á Akureyri. Hann hlær við og strýkur blaðamanni vinalega um bakið um leið og hann segir: "Nei, ég er bara verkamaður í víngarði Drottins!"
Innlent Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira