Lífið

Atomic Kitten stjarnan fæðir son

Fyrrum Atomic Kitten stjarnan Natasha Hamilton hefur eignast sitt annað barn. Söngkonan er yfir sig ánægð með son númer tvö sem hefur verið nefndur Harry. Natasha tilkynnti óléttuna í júní í fyrra og sagði: "Ég var himinlifandi þegar ég komst að því að ég væri ólétt. Sonur minn, Josh, er svo spenntur að eignast lítinn bróður eða litla systur til þess að leika sér með." Faðir Harrys, Gavin Hatcher, bætti við: "Ég er svo hamingjusamur, ég elska Natöshu og Josh meira en nokkuð annað." Fyrrum hljómsveitarmeðlimir Natöshu, Jenny Frost og Liz McLarnon voru einnig mjög ánægðar með fréttirnar. Natasha sagðist nýlega hlakka til þess að eyða meiri tíma með fjölskyldunni eftir að Atomic Kitten lögðu upp laupana.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.