Lífið

Gettu Betur hefst á mánudag

Þrjátíu skólar um allt land munu á næstu dögum og mánuðum takast á í Gettu Betur spurningakeppni framhaldsskólanna. "Í ár taka þátt tveir skólar sem ekki hafa tekið þátt áður. Þetta eru Stýrimannaskólinn og Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundarfirði. Keppnin er í beinum útsendingum í útvarpinu og sjónvarpinu og fer í sjónvarpið þann 9. febrúar. Þættirnir verða sýndir á miðvikudögum og það er nýmæli að allir þættirnir verða í beinum útsendingum. Skólarnir sem taka þátt þurfa að fullnægja ákveðnum skilyrðum. Keppendur mega ekki hafa lokið stúdentsprófi og verða að vera á ákveðnum aldri," segir dagskrárgerðarmaðurinn Andrés Indriðason sem hefur umsjón með keppninni. Fyrri umferð á Rás 2  Mánudagur 10. janúar Iðnskólinn í Hafnarfirði Menntaskólinn að Laugarvatni (kl. 20:00) Fjölbrautaskóli Vesturlands Iðnskólinn í Reykjavík (kl. 20:30) Borgarholtsskóli Menntaskólinn á Akureyri (kl. 21:00)   Þriðjudagur 11. janúar Menntaskólinn í Kópavogi Kvennaskólinn í Reykjavík (kl. 20:00) Landbúnaðarháskólinn Hvanneyri Menntaskólinn á Ísafirði (kl. 20:30) Menntaskólinn á Egilsstöðum Stýrimannaskólinn í Reykjavík (kl. 21:00)   Miðvikudagur 12. janúar Menntaskólinn í Reykjavík Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum (kl. 20:00) Menntaskólinn við Sund Verkmenntaskólinn á Akureyri (kl. 20:30) Framhaldsskólinn á Laugum Framhaldsskólinn á Húsavík (kl. 21:00)   Fimmtudagur 13. janúar Verkmenntaskóli Austurlands Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (kl. 20:00) Menntaskólinn Hraðbraut Fjölbrautaskólinn við Ármúla (kl. 20:30) Verslunarskóli Íslands Fjölbrautaskóli Suðurlands (kl. 21:00)   Föstudagur 14. janúar Flensborgarskólinn í Hafnarfirði Fjölbrautaskóli Snæfellinga (kl. 20:00) Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Fjölbrautaskólinn í Breiðholti (kl. 20:30) Menntaskólinn við Hamrahlíð Fjölbrautaskóli Suðurnesja (kl. 21:00) Eins og í fyrra er Stefán Pálsson dómari og spurningahöfundur, Logi Bergmann Eiðsson er spyrill og Steinunn Vala Sigfúsdóttir er stigavörður.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.