Lífið

S Rozhdestvom!

Jólahátíð Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi hefst í kvöld með messu í Friðrikskapellu klukkan 23.00. Stendur hún yfir fram yfir miðnætti, hugsanlega til 2.00. Hátíð kirkjunnar miðast við atburðinn þegar vitringarnir þrír sáu jólastjörnuna sem leiddi þá að jötu Krists. Að sögn Ksenia Ólafssonar, talsmanns rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi, markar messan upphaf jólanna og verða aðalhátíðarhöldin á morgun. Meðlimum kirkjunnar hefur fjölgað nokkuð hér á landi undanfarið og eru þeir nú um 120. Serbar og Úkraínumenn eru á meðal þeirra sem mæta á messuna í kvöld. Auk þess mun íslenskur kór syngja eins og undanfarin ár og það að sjálfsögðu á rússnesku. Nýverið fékk réttrúnaðarkirkjan vilyrði fyrir lóð undir nýja kirkju í svonefndri Leynimýri í Öskjuhlíð. "Það er yndislegur staður og mjög spennandi," segir Ksenia. "Það kemur hingað prestur í apríl og verður í því að skipuleggja bygginguna. Ég vona að við getum byrjað að byggja eftir eitt ár," segir hún og óskar öllum gleðilegra jóla á rússnesku: S Rozhdestvom!





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.