Lífið

Blautt og safaríkt nýtt ár

Elsku Ragga Mér finnst hálfhallærislegt að skrifa þér með þetta ákveðna vandamál því ég er komin langt yfir þrítugt, er sjálfstæð og ákveðin kona og ætti að geta unnið úr svona málum sjálf. Það finnst mér að minnsta kosti. En ég ákvað samt að slá til og hér kemur spurningin mín: Hvernig get ég fengið kærastann minn til að veita mér munngælur? Leyfðu mér að útskýra þetta aðeins nánar. Við erum búin að vera saman í hálft ár núna. Bæði fráskilin og mjög ástfangin. Við eigum yndislegar stundir saman og kynlífið er í raun og veru frábært. En einhverra hluta vegna fer hann aldrei niður á mig og ég er að deyja því ég þrái það svo mikið. Ég sleiki hann á alla kanta en er farin að upplifa smá pirring núna, finnst að ég eigi líka að fá eitthvað til baka. Hallærislegt að hugsa svona finnst mér. Ég er ekki vön að biðja um hjálp því ég er svo svakalega sjálfstæð og vil ekki að aðrir upplifi mig sem einhvern vælandi aumingja. En hér skrifa ég undir dulnefni þannig að ég er alveg seif. Elsku Ragga hvaða ráð getur þú gefið mér, mig langar svo í blautt og safaríkt nýtt ár. Lestu um kynlífsráðgjöf Röggu í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.