Lífið

Sellóleikara Wilson saknað

Brian Wilson, fyrrum forsprakki The Beach Boys, er miður sín eftir að tilkynning barst um að Svíans Markus Sandlund, sem spilaði á selló á plötu hans Smile, væri saknað úr flóðunum í Asíu. Sandlund var í fríi á Tælandi þegar hamfarirnar urðu þann 26. janúar og hefur ekkert spurst til hans síðan. "Við biðjum fyrir þeim sem fórust og fjölskyldum þeirra. Einnig vona ég að þið biðjið fyrir því að Markus snúi aftur heill á húfi," sagði Wilson í yfirlýsingu sinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.