Lífið

MH sýnir Martröð á jólanótt

Leikfélag Menntaskólans í Hamrahlíð frumsýndi skömmu fyrir áramót leikritið Martröð á jólanótt sem er byggt á brúðumyndinni The Nightmare Before Christmas eftir leikstjórann Tim Burton. Að sögn Katrínar Björgvinsdóttur sem situr í stjórn leikfélags MH voru viðbrögðin mjög góð við frumsýningu leikritsins. Æfingar hófust í nóvember og voru þær mjög stífar. Fjölmargir nemendur koma að leikritinu. Næstum þrjátíu manns eru í leikhópnum sjálfum og enn fleiri starfa í kringum hann. Leikstjóri er Oddur Bjarni Þorkelsson, sem er nýútskrifaður úr breskum listakóla og starfar hjá Borgarleikhúsinu. Honum til aðstoðar er Margrét Sverrisdóttir. Þrjár sýningar eru eftir af Martröð á jólanótt og verður sú næsta þann fjórtánda janúar í Loftkastalanum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.