Hljómalind verður kaffihús 3. janúar 2005 00:01 "Við hringdum í Kidda, sem rak Hljómalind, og hann gaf okkur strax leyfi til að nota nafnið. Hann var mjög ánægður með að við skyldum vilja nota það," segir Helena Stefánsdóttir, sem ásamt sex félögum sínum er að opna nýtt kaffihús að Laugavegi 21, þar sem plötubúðin Hljómalind var áður til húsa. "Við ákváðum að Kaffi Hljómalind væri einfaldlega besta nafnið á staðinn, það kannast allir við húsið undir því nafni." Margt verður óvenjulegt við þetta nýja kaffihús í miðbæ Reykjavíkur, sem opnað verður á sunnudaginn kemur. Til dæmis verður það bæði áfengis- og reyklaust, og svo verður öllum hagnaði af rekstri þess varið til góðgerðarmála. "Okkur langar svo til að búa til vettvang fyrir unglinga, til dæmis á menntaskólaaldri, sem hafa ekki aldur til að komast á tónleika þar sem vínveitingar eru leyfðar," segir Helena um reyk- og áfengisleysið. Hugmyndin að rekstrarforminu er hins vegar komin frá indverskum heimspekingi, P.R. Sarkar, sem útfærði nýjar hugmyndir um samvinnurekstur sem reyndar hafa verið víða um heim. "Til dæmis veit ég um heilt samfélag í Kanada sem er rekið með þessum hætti. Fyrirtækið á sig í rauninni sjálft. Enginn getur því grætt neitt á rekstrinum, menn fá bara laun fyrir sína vinnu en hagnaðurinn kemur öðrum til góða." Öll innkoma af opnunarkvöldinu á sunnudaginn rennur til dæmis beint í söfnun til hamfaranna í Asíu. Hugmyndin er sú að kaffihúsið verði vettvangur fyrir grasrótartónlist, opinskáa samfélagsumræðu og námskeið sem tengjast bættu samfélagi. Þar verður eingöngu seldur lífrænn matur. Menning Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
"Við hringdum í Kidda, sem rak Hljómalind, og hann gaf okkur strax leyfi til að nota nafnið. Hann var mjög ánægður með að við skyldum vilja nota það," segir Helena Stefánsdóttir, sem ásamt sex félögum sínum er að opna nýtt kaffihús að Laugavegi 21, þar sem plötubúðin Hljómalind var áður til húsa. "Við ákváðum að Kaffi Hljómalind væri einfaldlega besta nafnið á staðinn, það kannast allir við húsið undir því nafni." Margt verður óvenjulegt við þetta nýja kaffihús í miðbæ Reykjavíkur, sem opnað verður á sunnudaginn kemur. Til dæmis verður það bæði áfengis- og reyklaust, og svo verður öllum hagnaði af rekstri þess varið til góðgerðarmála. "Okkur langar svo til að búa til vettvang fyrir unglinga, til dæmis á menntaskólaaldri, sem hafa ekki aldur til að komast á tónleika þar sem vínveitingar eru leyfðar," segir Helena um reyk- og áfengisleysið. Hugmyndin að rekstrarforminu er hins vegar komin frá indverskum heimspekingi, P.R. Sarkar, sem útfærði nýjar hugmyndir um samvinnurekstur sem reyndar hafa verið víða um heim. "Til dæmis veit ég um heilt samfélag í Kanada sem er rekið með þessum hætti. Fyrirtækið á sig í rauninni sjálft. Enginn getur því grætt neitt á rekstrinum, menn fá bara laun fyrir sína vinnu en hagnaðurinn kemur öðrum til góða." Öll innkoma af opnunarkvöldinu á sunnudaginn rennur til dæmis beint í söfnun til hamfaranna í Asíu. Hugmyndin er sú að kaffihúsið verði vettvangur fyrir grasrótartónlist, opinskáa samfélagsumræðu og námskeið sem tengjast bættu samfélagi. Þar verður eingöngu seldur lífrænn matur.
Menning Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira