Erlent

Hollendingar íhuga kjarnorku á ný

Hollendingar eru á ný farnir að velta því fyrir sér hvort þeir eigi að loka eina kjarnorkuverinu í landinu eða hvort starfrækja eigi það áfram. Lengi hefur staðið til að loka kjarnorkuverinu. Stjórn jafnaðarmanna ákvað árið 1994 að loka því árið 2004. Árið 2003 ákvað stjórn kristilegra demókrata að fresta lokun versins til ársins 2013. Nú hefur Ben Bot utanríkisráðherra opnað fyrir þann möguleika að starfrækja kjarnorkuverið áfram og fellur það í grýttan jarðveg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×