Erlent

Kínverjar stærstu neytendurnir

Kínverjar hafa tekið við af Bandaríkjamönnum sem stærstu neytendur landbúnaðar- og iðnaðarvarnings í veröldinni. Kínverjar kaupa inn meira af kornvörum, kjöti, kolum og stáli en Bandaríkjamenn. Þeir eiga einnig fleiri sjónvörp, ísskápa og farsíma en Bandaríkjamenn hafa enn vinninginn þegar kemur að olíu. Eins og gefur að skilja er um heildarneyslu að ræða og enn eiga Kínverjar langt í land með að ná Bandaríkjamönnum þegar kemur að neyslu á mann. Engu að síður þykja niðurstöðurnar sýna svart á hvítu hinn mikla vöxt sem verið hefur í efnahagslífi Kínverja undanfarin ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×