Lífið

J-Lo hættir við tónleikaferð

Jennifer Lopez er nú tilneydd að hætta við Evróputónleikaferð sína vegna veikinda. Hún átti einnig að kynna nýjustu mynd sína, Shall We Dance, í London en neyddist líka til þess að sleppa því. "Mig langaði mjög mikið að vera í London í dag en því miður hef ég það ekki nógu gott. Læknarnir ráðlögðu mér að halda mig heima. Einnig þarf ég að hætta við Evrópuferð mína svo viljið þið vinsamlegast fyrirgefa mér fyrir að halda mig í Los Angeles," sagði hún í tilkynningu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.