Innlent

175 þúsund afskorin blóm flutt inn næsta hálfa árið

MYND/E. Ól

Landbúnaðarráðuneytið hefur úthlutað tollkvóta vegna innflutnings á afskornum blómum og pottaplöntum. Fimm tilboð bárust vegna innflutnings a afskornum blómum í tvö hundruð þúsund stykki á meðalverðinu tuttugu og sjö krónur. Boðið var í færri blóm en ráðuneytið bauð upp á þar sem tæplega þrjúhundruð þúsund plöntur voru í boði. Fyrirtækið Grænn markaður flytur inn flest afskorin blóm þetta árið eða rúmlega sjötíu þúsund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×