Erlent

Bjartsýni lykill að langlífi

Leiðin að langlífi er að líta lífið björtum augum og elska náunga sinn. Þetta er samdóma álit hóps Kúbumanna yfir hundrað ára sem kom saman í gær. Læknar, næringarfræðingar og fleiri sérfræðingar áttu fund með hópnum í gær til þess að reyna að komast að því hver væri lykillinn að langlífi. Sumir sögðust þakka vinnusemi langlífið og aðrir miklu grænmetisáti. Það sem öllum bar þó saman um var að maður yrði að vera bjartsýnn, njóta lífsins og elska náunga sinn ef ætlunin væri að ná hundrað ára aldri. Meðal þeirra sem virðast kunna þessa kúnst er Benito Martinez sem segist vera 123 ára gamall. Aldur hans hefur ekki fengist staðfestur en ef rétt reyndist væri hann tíu árum eldri en sá maður sem er opinberlega skráður elsti maður heims nú.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×