Erlent

Fjórir látnir í fangauppreisn

Að minnsta kosti fjórir hafa fallið í valinn eftir að fangar í Manilla á Filippseyjum rændu byssum af fangavörðum í nótt og gerðu tilraun til þess að flýja. Lögregla hefur umkringt fangelsið, þar sem 130 al-Qaida liðar hafa meðal annarra verið í haldi. Fangarnir hafa lagt undir sig eina hæð fangelsisins en ekki er ljóst hvort þeir hafa gísla í haldi. Talsmaður fanganna heldur því þó fram að þeir haldi hundrað manns í gíslingu. Samningamenn hafa verið fengnir á staðinn til þess að reyna að eiga við fangana og her lögreglumanna með alvæpni hefur girt svæðið af.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×