Erlent

Skorið úr um foreldra

Nú liggur fyrir hverjir eru foreldrar þriggja mánaða gamals drengs sem lagður var inn á sjúkrahús eftir flóðbylgjuna á Indlandshafi. Niðurstaða lífsýnatöku sýnir að hjón sem börðust hvað harðast fyrir því að fá drenginn eru raunverulegir foreldrar hans. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma því níu pör á Srí Lanka sögðu drenginn vera sinn. Fólkið hefur verið í óvissu um átta vikna skeið en nú er búið að eyða þeirri óvissu. Móðir drengsins segist hafa haldið á honum þegar flóðbylgjan skall á en týnt honum. Kraftaverk þykir að hann hafi lifað hamfarirnar af.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×