Innlent

Hornfirsk hljómsveit í útlöndum

Sá einstæði atburður varð um helgina að Hornfirsk hljómsveit lék í útlöndum. Samkvæmt vefsíðunni horn.is er þetta í fyrsta sinn sem hljómsveit starfandi á Hornafirði er fengin til að spila erlendis. Hljómsveitin KUSK var fengin til að leika á þorrablóti Íslendingafélagsins í Stokkhólmi og æfði hún stíft fyrir tilefnið stóra. Haft er eftir trymblinum Ólafi Karli Karlssyni að sveitin sé í sínu besta formi. Er stefnan sett á hljóðver til upptöku á nýjum lögum. Samkvæmt Horni hafa þorrablót Íslendinga í Stokkhólmi verið í lægð undanfarin ár og fáir mætt. Nú var hins vegar leigðu glæsilegur salur og fengin alvöru hljómsveit frá Íslandi. Að auki var Ómar Ragnarsson fenginn til að fara með gamanmál.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×