Seint fyrnast fornar ástir 11. febrúar 2005 00:01 Karl og Camilla hafa þekkst lengi en leiðir þeirra lágu saman árið 1970 þegar þau hittust á pólóleik. "Þau urðu ástfangin en hann hafði ekki uppburði í sér til að taka af skarið og því gafst Camilla upp," segir Hildur Helga Sigurðardóttir blaðamaður um ástæður þess að ekkert varð úr hjónabandi á sínum tíma. Bakgrunnur Camillu hefur þó eflaust einnig spillt fyrir en hún er ekki aðalsborin. "Það var alltaf verið að tala um Díönu sem einhverja alþýðustúlku en það er náttúrlega bara vitleysa. Í rauninni var hún af eldri og fínni kóngaættum en Karl sjálfur," bætir Hildur Helga við. Karl gekk í sjóherinn ári síðar og eyddi nokkrum tíma í Ástralíu en Camilla giftist Andrew Parker Bowles. Karl var á þessum tíma umvafinn fögru kvenfólki, eins og til dæmis leikkonunni Jenny Agutter. Þrátt fyrir það telja menn að Camilla hafi allt frá fyrstu kynnum verið stóra ástin í lífi hans. Segir sagan þegar Karl hitti Camillu á næturklúbbi nokkrum misserum síðar hafi hann hvíslað í eyra hennar: "Langamma mín var hjákona langalangafa þíns. Hvað finnst þér um það?" Tekin til undaneldis Þegar Karl gekk að eiga Díönu Spencer bjuggust menn við að hamingjusöm ævi biði hjónanna. Annað kom á daginn. Strax í brúðkaupsferðinni uppgötvaði Díana að Karl hafði engin áform um að hætta að hitta Camillu og þegar hún gekk á mann sinn vegna þessa á hann að hafa svarað með þjósti. "Ég neita að verða fyrsti prinsinn af Wales sem á ekki hjákonu." Hildur Helga segir að áður fyrr hafi það ekki þótt tiltökumál að hjákonur væru við hirðina. "Díana er hins vegar af þeirri kynslóð sem telur sig eiga rétt á persónulegri hamingju í hjónabandi, hún vill eiga sinn mann og trúir á ástina." Díana var allt sitt hjónaband afar óhamingjusöm og til að bæta gráu ofan á svart naut hún lítillar samúðar við hirðina. "Þau fóru mjög illa með Díönu. Hún var bara tekin til undaneldis og eina manneskjan sem gerði sér ekki grein fyrir því var hún sjálf," segir Hildur Helga. Framhaldið þekkja allir, hjónakornin skildu og árið 1997 fórst Díana í bílslysi. Á meðan ól Camilla manni sínum tvö börn en heimilislífið virðist þó ekki hafa verið ýkja hamingjusamt, Camilla og Andrew skildu árið 1995 vegna sambands hennar við krónprinsinn og síðar varð kókaínneysla sonar þeirra gulu pressunni að umfjöllunarefni. Ekki allir á eitt sáttir Karl og Camilla hafa verið opinbert par síðan árið 1999 en nú hafa þau loksins ákveðið að láta pússa sig saman 8. apríl næstkomandi. Athöfnin verður borgaraleg en að henni lokinni fá þau blessun kirkjunnar. Þjóðhöfðingi Bretlands er verndari ensku biskupakirkjunnar og því þykir óviðeigandi að hann búi í óvígðri sambúð. Þorri breskra ráðamanna fagnar ákvörðuninni og fjölskylda prinsins sömuleiðis. Breska dagblaðið Daily Telegraph birti í gær skoðanakönnun um ráðahaginn og samkvæmt henni virðast tveir þriðju hlutar þjóðarinnar vera hlynntir ákvörðun parsins. Hins vegar telja aðeins 40 prósent almennings að Camilla eigi að fá titilinn "eiginkona konungs", 47 prósent segja að hún eigi engan titil að fá en sjö prósent vilja að hún verði drottning. Helst vill meirihluti þjóðarinnar að veldissprotinn gangi beint til Vilhjálms sonar Karls. Þannig er augljóst að þorri fólks hefur ekki fyrirgefið Camillu fyrir að splundra hjónabandi Karls og Díönu. Sökin virðist því alltaf konunnar. Erlent Fréttir Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Sjá meira
Karl og Camilla hafa þekkst lengi en leiðir þeirra lágu saman árið 1970 þegar þau hittust á pólóleik. "Þau urðu ástfangin en hann hafði ekki uppburði í sér til að taka af skarið og því gafst Camilla upp," segir Hildur Helga Sigurðardóttir blaðamaður um ástæður þess að ekkert varð úr hjónabandi á sínum tíma. Bakgrunnur Camillu hefur þó eflaust einnig spillt fyrir en hún er ekki aðalsborin. "Það var alltaf verið að tala um Díönu sem einhverja alþýðustúlku en það er náttúrlega bara vitleysa. Í rauninni var hún af eldri og fínni kóngaættum en Karl sjálfur," bætir Hildur Helga við. Karl gekk í sjóherinn ári síðar og eyddi nokkrum tíma í Ástralíu en Camilla giftist Andrew Parker Bowles. Karl var á þessum tíma umvafinn fögru kvenfólki, eins og til dæmis leikkonunni Jenny Agutter. Þrátt fyrir það telja menn að Camilla hafi allt frá fyrstu kynnum verið stóra ástin í lífi hans. Segir sagan þegar Karl hitti Camillu á næturklúbbi nokkrum misserum síðar hafi hann hvíslað í eyra hennar: "Langamma mín var hjákona langalangafa þíns. Hvað finnst þér um það?" Tekin til undaneldis Þegar Karl gekk að eiga Díönu Spencer bjuggust menn við að hamingjusöm ævi biði hjónanna. Annað kom á daginn. Strax í brúðkaupsferðinni uppgötvaði Díana að Karl hafði engin áform um að hætta að hitta Camillu og þegar hún gekk á mann sinn vegna þessa á hann að hafa svarað með þjósti. "Ég neita að verða fyrsti prinsinn af Wales sem á ekki hjákonu." Hildur Helga segir að áður fyrr hafi það ekki þótt tiltökumál að hjákonur væru við hirðina. "Díana er hins vegar af þeirri kynslóð sem telur sig eiga rétt á persónulegri hamingju í hjónabandi, hún vill eiga sinn mann og trúir á ástina." Díana var allt sitt hjónaband afar óhamingjusöm og til að bæta gráu ofan á svart naut hún lítillar samúðar við hirðina. "Þau fóru mjög illa með Díönu. Hún var bara tekin til undaneldis og eina manneskjan sem gerði sér ekki grein fyrir því var hún sjálf," segir Hildur Helga. Framhaldið þekkja allir, hjónakornin skildu og árið 1997 fórst Díana í bílslysi. Á meðan ól Camilla manni sínum tvö börn en heimilislífið virðist þó ekki hafa verið ýkja hamingjusamt, Camilla og Andrew skildu árið 1995 vegna sambands hennar við krónprinsinn og síðar varð kókaínneysla sonar þeirra gulu pressunni að umfjöllunarefni. Ekki allir á eitt sáttir Karl og Camilla hafa verið opinbert par síðan árið 1999 en nú hafa þau loksins ákveðið að láta pússa sig saman 8. apríl næstkomandi. Athöfnin verður borgaraleg en að henni lokinni fá þau blessun kirkjunnar. Þjóðhöfðingi Bretlands er verndari ensku biskupakirkjunnar og því þykir óviðeigandi að hann búi í óvígðri sambúð. Þorri breskra ráðamanna fagnar ákvörðuninni og fjölskylda prinsins sömuleiðis. Breska dagblaðið Daily Telegraph birti í gær skoðanakönnun um ráðahaginn og samkvæmt henni virðast tveir þriðju hlutar þjóðarinnar vera hlynntir ákvörðun parsins. Hins vegar telja aðeins 40 prósent almennings að Camilla eigi að fá titilinn "eiginkona konungs", 47 prósent segja að hún eigi engan titil að fá en sjö prósent vilja að hún verði drottning. Helst vill meirihluti þjóðarinnar að veldissprotinn gangi beint til Vilhjálms sonar Karls. Þannig er augljóst að þorri fólks hefur ekki fyrirgefið Camillu fyrir að splundra hjónabandi Karls og Díönu. Sökin virðist því alltaf konunnar.
Erlent Fréttir Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent