Erlent

Rússnesk herþyrla hrapaði

Sex eru taldir af eftir að rússnesk herþyrla hrapaði í Tsjetsjeníu í dag. Ekki er vitað hvað olli því að þyrlan hrapaði en tsjetsjenskir skæruliðar hafa skotið niður nokkrar þyrlur á flugi yfir sjálfsstjórnarhéraðinu í gegnum tíðina. Rússnesk hermálayfirvöld hafa staðfest að einnar þyrlu er saknað en hafa ekki viljað staðfesta mannfall í sínum röðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×