Erlent

Ísraelar skila Vesturbakkabæ

Ísraelar luku í gær við að skila yfirráðum yfir bænum Tulkarem á Vesturbakkanum í hendur palestínskra yfirvalda. Yfirmenn í öryggissveitum Ísraela og Palestínumanna innsigluðu afhendinguna með handabandi í hliði á aðalveginum að bænum, sem Ísraelar höfðu haldið lokuðu. Afhending Tulkarem er áfangi að því að hrinda í framkvæmd áætlun um sættir í samskiptum Ísraela og Palestínumanna, í samræmi við yfirlýsingu leiðtoga beggja aðila um að binda enda á látlaus átök síðustu fjögurra ára.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×