Erlent

Niðurrif hafið á Gasa

Starfsmenn hins opinbera í Palestínu hófu í morgun niðurrif á ólöglegum byggingum við Gasa. Meira en 200 vopnaðir lögreglumenn voru til taks þegar litlum búðum, kaffihúsum og söluturnum var rutt úr vegi með jarðýtum en ekki hefur enn komið til kasta þeirra þar sem afar lítið hefur borið á mótmælum. Aðgerðirnar þykja sýna það svart á hvítu að nýkjörinn leiðtogi Palestínumanna, Mahmoud Abbas, ætli að framfylgja lögum sem virt hafa verið að vettugi í áraraðir. Yfirmenn lögreglunnar segja að áfram verði haldið að rífa niður byggingar á næstu dögum þar til allar ólöglegar byggingar hafa verið jafnaðar við jörðu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×