Viðskipti innlent

Hilmar verður flugrekstrarstjóri

Hilmar B. Baldursson, yfirflugstjóri Icelandair, hefur verið ráðinn í stöðu flugrekstrarstjóra félagsins. Hann tekur við starfinu af Jens Bjarnasyni sem nýlega var ráðinn framkvæmdastjóri ITS, Icelandair Technical Services. Hilmar hóf störf hjá Flugleiðum 1978 og starfaði sem flugmaður til ársins 1994 og sem flugstjóri frá 1995. Hann varð þjálfunarflugstjóri 1997, staðgengill yfirflugstjóra 2002 og yfirflugstjóri frá árinu 2003. Hilmar sat í Flugráði 1980 - 2003 og sem formaður 1994 - 2003, og hann var formaður nefndar á vegum samgönguráðherra um Framtíðarskipan flugmála, sem lauk störfum í janúar 2005.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×