Viðskipti erlent

Ráðgjafi Pútíns

Andrei Illarionov, aðalefnahagsráðgjafi Pútins Rússlandsforseta, verður staddur hér á landi í byrjun næstu viku til að sækja fund Mont Pelerin-samtakanna. Samtökin voru á eftirstríðsárunum mikilvægur vettvangur helstu fræðimanna Evrópu og Bandaríkjanna sem vildu í sameiningu takmarka vöxt ríkisvaldsins, stuðla að frjálsu hagkerfi og tryggja athafnafrelsi einstaklingsins. Margir þekktustu hagfræðingar tuttugustu aldarinnar voru þar í forsvari eins og Friedrich von Hayek og Milton Friedman. Hannes H. Gissurarson hefur skipulagt fundinn hér á landi. Meðal gesta verða Vaclav Klaus forseti Tékklands, hinn kunni hagfræðingur Harold Demsetz og Mart Laar fyrrum forsætisráðherra Eistlands svo fáeinir séu nefndir. Björn Lomborg, sem margir vinstri menn leggja fæð á fyrir sýn sína í umhverfismálum, mun líka mæta á svæðið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×