Ójöfnuður hefur vaxið 11. mars 2005 00:01 Það eru til ný og áreiðanleg gögn sem sýna svart á hvítu að ójöfnuður hefur aukist gífurlega í valdatíð Davíðs Oddssonar. Gögnin fengust þegar undirritaður beindi fyrirspurn til Geirs Haarde fjármálaráðherra, sem staðfesti í svari sínu að ójöfnuður hefði aukist gífurlega. Meðfylgjandi línurit sýnir glögglega hvernig ráðstöfunartekjur hjóna og sambýlisfólks hafa orðið æ ójafnari á heimilum landsins. Í framhaldi af sláandi upplýsingum um þennan aukna ójöfnuð beindi ég annarri fyrirspurn til fjármálaráðherra til þess að fá upplýsingar um hvernig boðaðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar hefðu áhrif á það hvernig ráðstöfunartekjur skiptust á milli heimilanna. Einnig óskaði ég eftir að reiknað yrði út hver áhrifin hefðu orðið á jöfnuð í þjóðfélaginu ef stjórnvöld hefðu farið þá leið sem Frjálslyndi flokkurinn boðaði, þ.e. að hækka skattleysismörk. Fjármálaráðherra neitaði að svara spurningunum á þeim forsendum að niðurstöður þeirra útreikninga væru óraunhæfar. Ástæðan sem gefin var upp var óljóst tal um hver áhrif skattabreytinga yrðu á vinnuframboð. Þessi svör – eða ekki-svör – eru umhugsunarverð og gefa til kynna að ekki hafi farið fram nein athugun hjá stjórnvöldum á því hvaða afleiðingar boðaðar skattabreytingar hefðu fyrir íslenskt samfélag. Það eru forkastanleg vinnubrögð. Önnur skýring á þessari tregðu ráðherra getur verið að um sé að ræða viðkvæmar upplýsingar fyrir stjórnarflokkana sem þeir vilja ekki að fari hátt í þjóðfélagsumræðunni. Nýlega mátti lesa grein í Fréttablaðinu þar sem fullyrt var að engin innistæða væri fyrir þeirri staðreynd að um vaxandi ójöfnuð væri að ræða á Íslandi. Þessu til staðfestingar var vitnað í fjögurra ára gamla skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þróun á Gini-stuðli. Gini-kvarðinn er einn algengasti mælikvarði tölfræðinnar á tekjudreifingu. Hann tekur gildi frá 0 og upp í 1, en því hærri sem hann er, þeim mun ójafnar dreifast tekjurnar. Einkum voru tveir gallar á samanburði Hagfræðistofnunar fyrir utan þann að skýrslan var komin til ára sinna: Í fyrsta lagi er ekki um að ræða samanburð á ráðstöfunartekjum allra tekna heimila á landinu þar sem tekið er tillit til fjármagnstekna, barna- og vaxtabóta að frádregnum tekju-, eignar- og fjármagnstekjuskatti. Í öðru lagi var um að ræða samanburð á tekjum einstaklinga en í alþjóðlegum samanburði er venjan að bera saman tekjuskiptingu heimilanna. Öllum má ljóst vera að það er greinilega stefna stjórnarflokkanna Framsóknar og Sjálfstæðisflokks að auka ójöfnuð í þjóðfélaginu. Stjórnarflokkarnir hafa þó ekki kynnt það með beinum hætti að þeir vilji auka á ójöfnuð og væri heiðarlegara fyrir flokkana að þeir kynntu stefnu sína og færðu rök fyrir henni. Við í Frjálslynda flokknum höfum miklar efasemdir um að þetta sé heillavænleg þróun fyrir fámennt íslenskt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru til ný og áreiðanleg gögn sem sýna svart á hvítu að ójöfnuður hefur aukist gífurlega í valdatíð Davíðs Oddssonar. Gögnin fengust þegar undirritaður beindi fyrirspurn til Geirs Haarde fjármálaráðherra, sem staðfesti í svari sínu að ójöfnuður hefði aukist gífurlega. Meðfylgjandi línurit sýnir glögglega hvernig ráðstöfunartekjur hjóna og sambýlisfólks hafa orðið æ ójafnari á heimilum landsins. Í framhaldi af sláandi upplýsingum um þennan aukna ójöfnuð beindi ég annarri fyrirspurn til fjármálaráðherra til þess að fá upplýsingar um hvernig boðaðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar hefðu áhrif á það hvernig ráðstöfunartekjur skiptust á milli heimilanna. Einnig óskaði ég eftir að reiknað yrði út hver áhrifin hefðu orðið á jöfnuð í þjóðfélaginu ef stjórnvöld hefðu farið þá leið sem Frjálslyndi flokkurinn boðaði, þ.e. að hækka skattleysismörk. Fjármálaráðherra neitaði að svara spurningunum á þeim forsendum að niðurstöður þeirra útreikninga væru óraunhæfar. Ástæðan sem gefin var upp var óljóst tal um hver áhrif skattabreytinga yrðu á vinnuframboð. Þessi svör – eða ekki-svör – eru umhugsunarverð og gefa til kynna að ekki hafi farið fram nein athugun hjá stjórnvöldum á því hvaða afleiðingar boðaðar skattabreytingar hefðu fyrir íslenskt samfélag. Það eru forkastanleg vinnubrögð. Önnur skýring á þessari tregðu ráðherra getur verið að um sé að ræða viðkvæmar upplýsingar fyrir stjórnarflokkana sem þeir vilja ekki að fari hátt í þjóðfélagsumræðunni. Nýlega mátti lesa grein í Fréttablaðinu þar sem fullyrt var að engin innistæða væri fyrir þeirri staðreynd að um vaxandi ójöfnuð væri að ræða á Íslandi. Þessu til staðfestingar var vitnað í fjögurra ára gamla skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þróun á Gini-stuðli. Gini-kvarðinn er einn algengasti mælikvarði tölfræðinnar á tekjudreifingu. Hann tekur gildi frá 0 og upp í 1, en því hærri sem hann er, þeim mun ójafnar dreifast tekjurnar. Einkum voru tveir gallar á samanburði Hagfræðistofnunar fyrir utan þann að skýrslan var komin til ára sinna: Í fyrsta lagi er ekki um að ræða samanburð á ráðstöfunartekjum allra tekna heimila á landinu þar sem tekið er tillit til fjármagnstekna, barna- og vaxtabóta að frádregnum tekju-, eignar- og fjármagnstekjuskatti. Í öðru lagi var um að ræða samanburð á tekjum einstaklinga en í alþjóðlegum samanburði er venjan að bera saman tekjuskiptingu heimilanna. Öllum má ljóst vera að það er greinilega stefna stjórnarflokkanna Framsóknar og Sjálfstæðisflokks að auka ójöfnuð í þjóðfélaginu. Stjórnarflokkarnir hafa þó ekki kynnt það með beinum hætti að þeir vilji auka á ójöfnuð og væri heiðarlegara fyrir flokkana að þeir kynntu stefnu sína og færðu rök fyrir henni. Við í Frjálslynda flokknum höfum miklar efasemdir um að þetta sé heillavænleg þróun fyrir fámennt íslenskt samfélag.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun