Innlent

Dettifoss á leið í land

Varðskipið Týr er á leið í land með Dettifoss eftir að hluti stýrisins brotnaði af í gærkvöldi þegar það var statt út af Lóni, austan við Hornafjörð. Engin hætta var talin á ferðum þar sem skipið rak frá landi en óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar. Týr var komið á staðinn skömmu síðar en björgun gekk brösuglega. Fyrsta dráttartaugin slitnaði en þegar búið var að koma nýrri taug á milli skipanna, klukkan rúmlega fjögur í nótt, var orðið það hvasst að Týr réð ekki við að draga skipið. Því var ákveðið að bíða þar til veður lægði sem gerðist ekki fyrr en nú síðdegis. Að sögn Landhelgisgæslunnar siglir Týr nú með Dettifoss í átt að Reyðarfirði og varðskipið Ægir, sem kallað var til aðstoðar í morgun, er með í för. Um það bil 25 mílur eru í land og að sögn Landhelgisgæslunnar verða skipin komin að landi seint í kvöld, ef allt gengur að óskum.
MYND/E.Ól.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×