Innlent

Fyrir dóm í mánaðarlok

Einkamál sem Öryrkjabandalag Íslands höfðar fyrir hönd umbjóðenda sinna gegn íslenska ríkinu vegna meintra vanefnda á samkomulagi frá árinu 2002 verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir lok þessa mánaðar að sögn lögmanns Öryrkjabandalagsins, Sigríðar Rutar Júlíusdóttur. Málið varðar meintar vanefndir á 500 milljón krónum sem talsmenn öryrkja töldu að hefði vantað upp á til að samkomulag um línulega hækkun lífeyris yrði efnt að fullu á fjárlögum 2004. Ríkisstjórnin gerði ráð fyrir og varði einum milljarði króna til efnda samkomulagsins en útreikningar heilbrigðisráðuneytis og Öryrkjabandalagsins höfðu gert ráð fyrir að einn og hálfan milljarð þyrfti til að fullnusta samkomulagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×