Hver má kaupa? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 4. apríl 2005 00:01 Loksins fer að komast eitthvað vit í umræðuna um sölu Símans. Hingað til hefur það ekki verið á hreinu hvað er verið að selja, hvenær salan átti að fara fram og hvernig. Það að Síminn skuli vera seldur er jákvætt. Það hljóta flestir að vera sammála forsætisráðherra og fjármálaráðherra í því að ríkið á ekki að vera að skipta sér af almennum markaði með þessum hætti. Vonandi verður það því Símanum og notendum hans til góðs að fá nýja eigendur. Margir eru þó undrandi yfir því hvernig salan á að fara fram. Í Silfri Egils nú um helgina reyndi þingmaður Sjálfstæðisflokksins til dæmis að reyna að færa rök fyrir því að þrír fjárfestar eða fleiri þýddi til dæmis ekki að verið væri að halda erlendum fjárfestum frá Símanum. Deutche Telecom, eða BT þurfa bara að finna sér samstarfsaðila hér á Íslandi (væntanlega því þeir eiga að þekkja markaðinn), aðila sem þeir treysta til að starfa með í tvö ár, áður en þeir selja 30 prósenta hlut til landsmanna aftur. Það var líka auðheyrt á málflutningnum í gær að það er betra að hafa Íslenska fjárfesta í dæminu. Kannski vegna þess að þeim er betur treyst til að sinna símaþörfum Súgfirðinga? Þrátt fyrir að það sé ekkert sem bendi til þess að íslenskir fjárfestar munu frekast standa við slíkar áætlanir en erlendir aðilar. Og þrátt fyrir að aðeins lægra verð fáist. Það á eftir að skýra hvernig aðilar eru tengdir. Væntanlega eru fjölskyldutengsl útilokuð. Eru viðskiptatengsl einnig útilokuð? Fyrrum fjölskyldutengsl? Mega þrír aðilar bjóða í Símann með sama viðskiptabanka sem bakhjarl? Tengdir aðliar mega ekki kaupa Símann saman. Ég óska bara einkavæðinganefnd góðs gengis að finna einhverja aðila sem ekki eru tengdir einhvern vegin. Til að lenda ekki slíkri krísu er best að útskýra svona orðalag strax. Annað sem staldrað er við, er að kaupendur mega bara eiga sinn hlut 100 prósent fram til ársloka 2007. Þá skal 30 prósenta hlutur seldur landsmönnum í gegn um Kauphöllina. Margir þeirra sem voru búnir að fylgjast með hlutum sínum í gömlu ríkisbönkunum voru farnir að hlakka til að fjárfesta í enn öðru ríkisfyrirtæki. Þetta hlýtur að vera vonbrigði fyrir þá. Ef Síminn er það mögnuð fjárfesting, að það er hægt að fá kaupendur til leiks, sem þurfa að selja aftur eftir tvö ár, væntanlega með tilætlaðri gróðavon, af hverju fá landsmenn ekki að vera með strax frá upphafi. Kaupendur eru í raun með kaupunum að leggja til mikið fjármagn í stuttan tíma. Það munu þeir ekki gera nema eiga von á einhverju í staðinn. Ef Síminn á að fara á markað, hví ekki strax? Í upphafi var því velt hvort kaupendur Símans þyrftu að vera íslenskir. Fyrst svo er, af hverju má það ekki vera íslenskur almenningur. Strax í upphafi? Svanborg Sigmarsdóttir svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Loksins fer að komast eitthvað vit í umræðuna um sölu Símans. Hingað til hefur það ekki verið á hreinu hvað er verið að selja, hvenær salan átti að fara fram og hvernig. Það að Síminn skuli vera seldur er jákvætt. Það hljóta flestir að vera sammála forsætisráðherra og fjármálaráðherra í því að ríkið á ekki að vera að skipta sér af almennum markaði með þessum hætti. Vonandi verður það því Símanum og notendum hans til góðs að fá nýja eigendur. Margir eru þó undrandi yfir því hvernig salan á að fara fram. Í Silfri Egils nú um helgina reyndi þingmaður Sjálfstæðisflokksins til dæmis að reyna að færa rök fyrir því að þrír fjárfestar eða fleiri þýddi til dæmis ekki að verið væri að halda erlendum fjárfestum frá Símanum. Deutche Telecom, eða BT þurfa bara að finna sér samstarfsaðila hér á Íslandi (væntanlega því þeir eiga að þekkja markaðinn), aðila sem þeir treysta til að starfa með í tvö ár, áður en þeir selja 30 prósenta hlut til landsmanna aftur. Það var líka auðheyrt á málflutningnum í gær að það er betra að hafa Íslenska fjárfesta í dæminu. Kannski vegna þess að þeim er betur treyst til að sinna símaþörfum Súgfirðinga? Þrátt fyrir að það sé ekkert sem bendi til þess að íslenskir fjárfestar munu frekast standa við slíkar áætlanir en erlendir aðilar. Og þrátt fyrir að aðeins lægra verð fáist. Það á eftir að skýra hvernig aðilar eru tengdir. Væntanlega eru fjölskyldutengsl útilokuð. Eru viðskiptatengsl einnig útilokuð? Fyrrum fjölskyldutengsl? Mega þrír aðilar bjóða í Símann með sama viðskiptabanka sem bakhjarl? Tengdir aðliar mega ekki kaupa Símann saman. Ég óska bara einkavæðinganefnd góðs gengis að finna einhverja aðila sem ekki eru tengdir einhvern vegin. Til að lenda ekki slíkri krísu er best að útskýra svona orðalag strax. Annað sem staldrað er við, er að kaupendur mega bara eiga sinn hlut 100 prósent fram til ársloka 2007. Þá skal 30 prósenta hlutur seldur landsmönnum í gegn um Kauphöllina. Margir þeirra sem voru búnir að fylgjast með hlutum sínum í gömlu ríkisbönkunum voru farnir að hlakka til að fjárfesta í enn öðru ríkisfyrirtæki. Þetta hlýtur að vera vonbrigði fyrir þá. Ef Síminn er það mögnuð fjárfesting, að það er hægt að fá kaupendur til leiks, sem þurfa að selja aftur eftir tvö ár, væntanlega með tilætlaðri gróðavon, af hverju fá landsmenn ekki að vera með strax frá upphafi. Kaupendur eru í raun með kaupunum að leggja til mikið fjármagn í stuttan tíma. Það munu þeir ekki gera nema eiga von á einhverju í staðinn. Ef Síminn á að fara á markað, hví ekki strax? Í upphafi var því velt hvort kaupendur Símans þyrftu að vera íslenskir. Fyrst svo er, af hverju má það ekki vera íslenskur almenningur. Strax í upphafi? Svanborg Sigmarsdóttir svanborg@frettabladid.is
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun