Frekari framúrkeyrsla væntanleg 19. júní 2005 00:01 Af þeim fjórum ráðuneytum sem fóru fram úr fjárlögum á síðasta fjárlagaári stefna að minnsta kosti þrjú þeirra aftur fram úr í keyrslu. Ekki hefur enn náðst í stjórnendur utanríkisráðuneytisins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varar beinlínis við því í blaðinu í dag að það stefni í enn meiri aðsókn að bæði framhaldsskólum og háskólum hér á landi. Hún segir framúrkeyrsluna fyrst og fremst stafa af þenslunni í menntakerfinu, en aðsókn að námi hér á landi hefur stóraukist. "Alþingi verður að gera sér grein fyrir því að við erum í stórsókn í menntun og að við viljum fjárfesta í menntun," segir Þorgerður. "Og það kostar fjármagn." Þótt mest hafi verið gert úr Háskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands eru líka nokkrir framhaldsskólar sem fóru langt fram úr meðan flestir aðrir voru innan marka. Menntaskólinn í Kópavogi fór tæpar níutíu milljónir fram yfir og Verkmenntaskólinn á Akureyri áttatíu milljónir. Flensborgarskóli og Fjölbrautaskólinn í Garðabæ fóru hvor um sig 65 milljónir fram yfir það sem fjárlög leyfðu. Framhaldsskólarnir í heild greiddu þó niður halla fyrri ára um þrjú hundruð milljónir, sem er meira en framúrkeyrsla þeirra. Þar virðast málin því horfa til betri vegar, þótt fjölgun nemenda kunni að setja strik í reikninginn. Landbúnaðarráðuneytið, sem fór hlutfallslega mest fram úr fjárlögum af öllum ráðuneytunum, eða 11,3 prósent var í rauninni í vandræðum af sömu ástæðum. Það voru Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Hólaskóli, sem heyra undir landbúnaðarráðuneytið en ekki menntamálaráðuneytið sem voru meginorsök framúrkeyrslunnar. Guðni Ágústsson segir þá skóla nánast vera í gjörgæslu af hálfu ráðuneytisins. Vandinn er hins vegar meiri en svo að komist verði fyrir hann á þessu ári og innan ráðuneytisins búast menn við því að þessir skólar muni aftur keyra fram úr á yfirstandandi fjárlagaári. Hljóðið er þó ólíkt betra í Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra en starfsbræðrum hans, en hann vonast til þess að ráðuneyti sitt verði nærri núllinu á þessu fjárlagaári, en þó aðeins ef ekkert óvænt komi upp á. Það er líka rétt að geta þess að þótt heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið sé að fara mest fram úr fjárlögum í krónutölum er það jafnframt dýrasta ráðuneytið. Í raun fór það aðeins 1,7 prósent fram úr fjárlögum sem er mun minni framúrkeyrsla en oft hefur verið. Landspítali-Háskólasjúkrahús er langumsvifamesta stofnunin með fjárlög sem nema um 25 milljörðum króna. Það fór tæpan milljarð fram úr fjárlögum en var þó innan fjögurra prósenta markanna sem kveðið er á um í reglugerð um framkvæmd fjárlaga, en þegar farið ef yfir þau mörk er gripið til ráðstafana gagnvart viðkomandi stofnun. Allir þeir ráðherrar sem náðst hefur í eru sammála um að það sé alvarlegt mál ef stofnun heldur sig ekki innan ramma fjárlaga. Þorgerður Katrín er eini ráðherrann sem reynir að nota framúrkeyrsluna sem rök fyrir auknum fjárlögum til síns málaflokks. Hjá öðrum ráðuneytum er staðan í rauninni mjög góð, og flest þeirra eru að reka eigin stofnanir innan ramma fjárlaga. Þrátt fyrir framúrkeyrslu hjá ráðuneytunum upp á 1,7 milljarða er það ekki lýsandi fyrir stöðu ríkissjóðs, því rekstur stofnana er aðeins hluti fjárlaganna og tekur ekki til vaxtagjalda, nýbygginga, stofnkostnaðar og viðhalds, sem og ýmissa rekstrartilfærslna eins og námslána, atvinnuleysistrygginga og beingreiðslna til bænda. Rekstrartilfærslur á árinu voru alls 3,1 milljarð innan heimilda. Þau ráðuneyti sem fóru fram úr í rekstri stofnana virðast hafa skorið niður aðra útgjaldaliði árið 2004. Þannig voru beingreiðslur til bænda og önnur framlög í landbúnaðarráðuneytinu um 243 milljónir innan áætlunar. Framkvæmdir á vegum menntamálaráðneytisins voru um einn og hálfan milljarð innan heimilda og utanríkisráðuneytið sparaði yfir hálfan milljarð þar sem ekki var greitt í Þróunarsjóð Evrópusambandsins eins og áætlað var. Mörgum öðrum framkvæmdum var slegið á frest og stofnkostnaður nær allra ráðuneyta var innan heimilda. Í rauninni virðast öll ráðuneytin hafa verið að herða ólina á fjárlagaárinu. Alls voru gjöld ríkissjóðs 9,7 milljarða innan heimilda, þótt ekki sjái enn fyrir endann á rekstrarvanda í heilbrigðis- og skólakerfunum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Af þeim fjórum ráðuneytum sem fóru fram úr fjárlögum á síðasta fjárlagaári stefna að minnsta kosti þrjú þeirra aftur fram úr í keyrslu. Ekki hefur enn náðst í stjórnendur utanríkisráðuneytisins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varar beinlínis við því í blaðinu í dag að það stefni í enn meiri aðsókn að bæði framhaldsskólum og háskólum hér á landi. Hún segir framúrkeyrsluna fyrst og fremst stafa af þenslunni í menntakerfinu, en aðsókn að námi hér á landi hefur stóraukist. "Alþingi verður að gera sér grein fyrir því að við erum í stórsókn í menntun og að við viljum fjárfesta í menntun," segir Þorgerður. "Og það kostar fjármagn." Þótt mest hafi verið gert úr Háskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands eru líka nokkrir framhaldsskólar sem fóru langt fram úr meðan flestir aðrir voru innan marka. Menntaskólinn í Kópavogi fór tæpar níutíu milljónir fram yfir og Verkmenntaskólinn á Akureyri áttatíu milljónir. Flensborgarskóli og Fjölbrautaskólinn í Garðabæ fóru hvor um sig 65 milljónir fram yfir það sem fjárlög leyfðu. Framhaldsskólarnir í heild greiddu þó niður halla fyrri ára um þrjú hundruð milljónir, sem er meira en framúrkeyrsla þeirra. Þar virðast málin því horfa til betri vegar, þótt fjölgun nemenda kunni að setja strik í reikninginn. Landbúnaðarráðuneytið, sem fór hlutfallslega mest fram úr fjárlögum af öllum ráðuneytunum, eða 11,3 prósent var í rauninni í vandræðum af sömu ástæðum. Það voru Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Hólaskóli, sem heyra undir landbúnaðarráðuneytið en ekki menntamálaráðuneytið sem voru meginorsök framúrkeyrslunnar. Guðni Ágústsson segir þá skóla nánast vera í gjörgæslu af hálfu ráðuneytisins. Vandinn er hins vegar meiri en svo að komist verði fyrir hann á þessu ári og innan ráðuneytisins búast menn við því að þessir skólar muni aftur keyra fram úr á yfirstandandi fjárlagaári. Hljóðið er þó ólíkt betra í Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra en starfsbræðrum hans, en hann vonast til þess að ráðuneyti sitt verði nærri núllinu á þessu fjárlagaári, en þó aðeins ef ekkert óvænt komi upp á. Það er líka rétt að geta þess að þótt heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið sé að fara mest fram úr fjárlögum í krónutölum er það jafnframt dýrasta ráðuneytið. Í raun fór það aðeins 1,7 prósent fram úr fjárlögum sem er mun minni framúrkeyrsla en oft hefur verið. Landspítali-Háskólasjúkrahús er langumsvifamesta stofnunin með fjárlög sem nema um 25 milljörðum króna. Það fór tæpan milljarð fram úr fjárlögum en var þó innan fjögurra prósenta markanna sem kveðið er á um í reglugerð um framkvæmd fjárlaga, en þegar farið ef yfir þau mörk er gripið til ráðstafana gagnvart viðkomandi stofnun. Allir þeir ráðherrar sem náðst hefur í eru sammála um að það sé alvarlegt mál ef stofnun heldur sig ekki innan ramma fjárlaga. Þorgerður Katrín er eini ráðherrann sem reynir að nota framúrkeyrsluna sem rök fyrir auknum fjárlögum til síns málaflokks. Hjá öðrum ráðuneytum er staðan í rauninni mjög góð, og flest þeirra eru að reka eigin stofnanir innan ramma fjárlaga. Þrátt fyrir framúrkeyrslu hjá ráðuneytunum upp á 1,7 milljarða er það ekki lýsandi fyrir stöðu ríkissjóðs, því rekstur stofnana er aðeins hluti fjárlaganna og tekur ekki til vaxtagjalda, nýbygginga, stofnkostnaðar og viðhalds, sem og ýmissa rekstrartilfærslna eins og námslána, atvinnuleysistrygginga og beingreiðslna til bænda. Rekstrartilfærslur á árinu voru alls 3,1 milljarð innan heimilda. Þau ráðuneyti sem fóru fram úr í rekstri stofnana virðast hafa skorið niður aðra útgjaldaliði árið 2004. Þannig voru beingreiðslur til bænda og önnur framlög í landbúnaðarráðuneytinu um 243 milljónir innan áætlunar. Framkvæmdir á vegum menntamálaráðneytisins voru um einn og hálfan milljarð innan heimilda og utanríkisráðuneytið sparaði yfir hálfan milljarð þar sem ekki var greitt í Þróunarsjóð Evrópusambandsins eins og áætlað var. Mörgum öðrum framkvæmdum var slegið á frest og stofnkostnaður nær allra ráðuneyta var innan heimilda. Í rauninni virðast öll ráðuneytin hafa verið að herða ólina á fjárlagaárinu. Alls voru gjöld ríkissjóðs 9,7 milljarða innan heimilda, þótt ekki sjái enn fyrir endann á rekstrarvanda í heilbrigðis- og skólakerfunum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira