18 mánaða börn greind einhverf 3. mars 2005 00:01 Hægt er að greina einhverfu í börnum allt niður í átján mánaða aldur. Einn helsti sérfræðingur heims á þessu sviði segir það skipta gríðarlegu máli að börnin greinist sem fyrst. Dr. Tony Charman er sérfræðingur í þroska barna og einhverfu og þykir hann einn helsti sérfræðingur heims á sviði einhverfu. Hann verður aðalfyrirlesari á námstefnu sem haldin verður á morgun á Grand Hótel þar sem fjallað er um skimun og snemmgreiningu einhverfu. Það hversu snemma börn greinast er mismunandi eftir börnum og ræðst af því hve snemma einkennin koma í ljós. Charman segir mjög áríðandi að greina einhverfu í börnum sem fyrst. Ein mikilvægasta ástæðan sé að það geti verið mjög ruglingslegt fyrir foreldra að ala upp barn sem geti ekki tjáð sig við þá og með hegðun sem sé illskiljanleg og erfið viðfangs. „Það er mikilvægt að skilja einhverfuna og vera sagt að það sé ástæða fyrir hegðuninni og hún stafi ekki af því hvernig foreldri maður er,“ segir Charman. Með því að greina einhverfu snemma er svo hægt að skipuleggja betur skólagöngu barns, alveg frá leikskóla og upp úr, og einnig hvaða aðstoð þurfi og aðrar þarfir barnsins. Evald Sæmundsen sálfræðingur segir að farið sé að greina börn hér á landi allt niður í tveggja ára aldur og jafnvel fyrr. Það sé hins vegar alger undantekningartilvik. Um 20% barna greinast undir þriggja ára aldri en um þriðjungur greinist ekki fyrr en á grunnskólaaldri sem Evald finnst frekar seint. Evald segir auk þess að það sé fjárhagslega hagkvæmt að greina einhverfu sem fyrst því það þýði minni útgjöld vegna þessarra einstaklinga síðar á ævinni, að ekki sé minnst á lífsgæði barnanna og foreldra þeirra. Fréttir Innlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Hægt er að greina einhverfu í börnum allt niður í átján mánaða aldur. Einn helsti sérfræðingur heims á þessu sviði segir það skipta gríðarlegu máli að börnin greinist sem fyrst. Dr. Tony Charman er sérfræðingur í þroska barna og einhverfu og þykir hann einn helsti sérfræðingur heims á sviði einhverfu. Hann verður aðalfyrirlesari á námstefnu sem haldin verður á morgun á Grand Hótel þar sem fjallað er um skimun og snemmgreiningu einhverfu. Það hversu snemma börn greinast er mismunandi eftir börnum og ræðst af því hve snemma einkennin koma í ljós. Charman segir mjög áríðandi að greina einhverfu í börnum sem fyrst. Ein mikilvægasta ástæðan sé að það geti verið mjög ruglingslegt fyrir foreldra að ala upp barn sem geti ekki tjáð sig við þá og með hegðun sem sé illskiljanleg og erfið viðfangs. „Það er mikilvægt að skilja einhverfuna og vera sagt að það sé ástæða fyrir hegðuninni og hún stafi ekki af því hvernig foreldri maður er,“ segir Charman. Með því að greina einhverfu snemma er svo hægt að skipuleggja betur skólagöngu barns, alveg frá leikskóla og upp úr, og einnig hvaða aðstoð þurfi og aðrar þarfir barnsins. Evald Sæmundsen sálfræðingur segir að farið sé að greina börn hér á landi allt niður í tveggja ára aldur og jafnvel fyrr. Það sé hins vegar alger undantekningartilvik. Um 20% barna greinast undir þriggja ára aldri en um þriðjungur greinist ekki fyrr en á grunnskólaaldri sem Evald finnst frekar seint. Evald segir auk þess að það sé fjárhagslega hagkvæmt að greina einhverfu sem fyrst því það þýði minni útgjöld vegna þessarra einstaklinga síðar á ævinni, að ekki sé minnst á lífsgæði barnanna og foreldra þeirra.
Fréttir Innlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira