Erlent

Vill skilja við skítugan eiginmann

Írönsk kona hefur farið fram á skilnað við eiginmann sinn á þeirri forsendu að hann hafi ekki farið í bað í meira en ár. Konan segir engan vegin hægt að tjónka við manninum og hann þvoi sér ekki einu sinni í framan þegar hann vaknar á morgnana. Hið undarlega er að þegar parið kynntist fyrst fyrir átta árum síðan fór maðurinn í sturtu þrisvar sinnum á dag að sögn eiginkonunnar. Ljóst er að baráttan fyrir skilnaðinum verður erfið því að í Íran þurfa konur yfirleitt að geta bent á framhjáhald, fíkniefnaneyslu eða líkamsmeiðingar hjá mönnum sínum til þess að geta fengið skilnað við þá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×