Erlent

125 látnir í tilræðinu í Hilla

Tala látinna í sprengjutilræðinu í bænum Hilla í Írak í morgun hefur nú hækkað upp í 125 og 130 eru sárir. Bíl var ekið inn í hóp fólks, sem beið eftir að komast til augnlæknis vegna umsóknar um starf í íröksku lögreglunni, og hann sprengdur í loft upp. Vitni segja tvo menn hafa verið í bílnum en annar þeirra steig út út honum áður en hann sprakk. Margir hinna látnu voru í verslunarleiðangri á markaði hinum megin götunnar og segir það ýmislegt um hversu öflug sprengjan var. Þetta er mannskæðasta árás í Írak frá því að Saddam Hussein var komið frá völdum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×