Enginn R-listi án samstarfsflokka 22. júlí 2005 00:01 Borgarstjórnarkosningar - Björgvin Guðmundsson Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, hefur varpað fram þeirri hugmynd, að Samfylkingin ásamt óháðum bjóði fram R-lista með eða án samstarfsflokkanna. Þetta er djörf hugmynd en ég held, að hún gangi ekki upp. R-listinn er kosningabandalag þriggja flokka. Og það getur enginn einn flokkur tekið þetta nafn, Reykjavíkurlisti, og boðið fram í nafni hans. Það er rétt hugsanlegt, að tveir flokkar gætu boðið fram í nafni R-listans, til dæmis ef mál þróuðust þannig, að tveir flokkanna samþykktu að halda samstarfi um framboð áfram en einn flokkurinn mundi ákveða að hætta þátttöku í því. Þó er það alveg á mörkunum, að það stæðist. R-listi er gott nafn og því er eðlilegt, að menn vilji halda í það. Þess vegna er hugmynd Össurar komin fram. Hann vill halda R-listanum hvað sem tautar og raular og jafnvel þó Samfylkingin ein stæði að þeim lista til dæmis með óháðum frambjóðendum eins og Degi B.Eggertssyni. En lausnin á framboðsmálum R-listans er ekki fólgin í því, að einn flokkur standi að R-listanum. Lausnin er fólgin í því að samstarfsflokkarnir, Samfylking, VG og Framsókn nái samkomulagi um framboðsmál sín og bjóði fram áfram undir merkjum R-listans. Flokkarnir geta náð slíku samkomulagi. Það er ekki erfiðara nú en áður. Lausnin felst að mínu mati í því, að sá flokkur sem fær borgarstjórann fái færri örugg sæti á framboðslistanum. Svo virðist sem mál hafi þróast á þann veg, að aðstandaendur R-listans telji eðlilegast, að Samfylkingin fái borgarstjórann og þá tel ég, að Samfylkingin geti á móti slakað á sínum kröfum um fjölda öruggra sæta á framboðslistanum. Það er síðan algerlega mál hvers flokks fyrir sig hvernig menn velja frambjóðendur á listann. Hver flokkur verður að fá að ráða því. Menn geta valið sína menn í prófkjöri eða með gömlu aðferðinni að láta uppstillinganefnd ákveða frambjóðendur og samþykkja slíkar tillögur á flokksfundi. Enginn málefnaágreiningur er á milli flokka R-listans. Það er mikilvægasta atriðið. Þess vegna á samstarfið að halda áfram. Síðasta skoðanakönnun um fylgi flokkanna í borgarstjórn bendir til þess að mjög mjótt sé á munum milli R-listans og Sjálfstæðisflokksins. Í þessari könnun fékk Sjálfstæðisflokkurinn 52%. Mjög fáir tóku að vísu þátt í könnuninni og hún var tæplega marktæk. En eigi að síður gefur hún vísbendingu um stöðuna. Ég tel, að R-listinn muni halda meirihlutanum, ef listinn býður fram á ný. En næsta víst má telja, að Sjálfstæðisflokkurinn nái meirihlutanum, ef flokkar R-listans bjóða fram hver fyrir sig. Það er óþarfi að færa Sjálfstæðisflokknum meirihlutann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Sjá meira
Borgarstjórnarkosningar - Björgvin Guðmundsson Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, hefur varpað fram þeirri hugmynd, að Samfylkingin ásamt óháðum bjóði fram R-lista með eða án samstarfsflokkanna. Þetta er djörf hugmynd en ég held, að hún gangi ekki upp. R-listinn er kosningabandalag þriggja flokka. Og það getur enginn einn flokkur tekið þetta nafn, Reykjavíkurlisti, og boðið fram í nafni hans. Það er rétt hugsanlegt, að tveir flokkar gætu boðið fram í nafni R-listans, til dæmis ef mál þróuðust þannig, að tveir flokkanna samþykktu að halda samstarfi um framboð áfram en einn flokkurinn mundi ákveða að hætta þátttöku í því. Þó er það alveg á mörkunum, að það stæðist. R-listi er gott nafn og því er eðlilegt, að menn vilji halda í það. Þess vegna er hugmynd Össurar komin fram. Hann vill halda R-listanum hvað sem tautar og raular og jafnvel þó Samfylkingin ein stæði að þeim lista til dæmis með óháðum frambjóðendum eins og Degi B.Eggertssyni. En lausnin á framboðsmálum R-listans er ekki fólgin í því, að einn flokkur standi að R-listanum. Lausnin er fólgin í því að samstarfsflokkarnir, Samfylking, VG og Framsókn nái samkomulagi um framboðsmál sín og bjóði fram áfram undir merkjum R-listans. Flokkarnir geta náð slíku samkomulagi. Það er ekki erfiðara nú en áður. Lausnin felst að mínu mati í því, að sá flokkur sem fær borgarstjórann fái færri örugg sæti á framboðslistanum. Svo virðist sem mál hafi þróast á þann veg, að aðstandaendur R-listans telji eðlilegast, að Samfylkingin fái borgarstjórann og þá tel ég, að Samfylkingin geti á móti slakað á sínum kröfum um fjölda öruggra sæta á framboðslistanum. Það er síðan algerlega mál hvers flokks fyrir sig hvernig menn velja frambjóðendur á listann. Hver flokkur verður að fá að ráða því. Menn geta valið sína menn í prófkjöri eða með gömlu aðferðinni að láta uppstillinganefnd ákveða frambjóðendur og samþykkja slíkar tillögur á flokksfundi. Enginn málefnaágreiningur er á milli flokka R-listans. Það er mikilvægasta atriðið. Þess vegna á samstarfið að halda áfram. Síðasta skoðanakönnun um fylgi flokkanna í borgarstjórn bendir til þess að mjög mjótt sé á munum milli R-listans og Sjálfstæðisflokksins. Í þessari könnun fékk Sjálfstæðisflokkurinn 52%. Mjög fáir tóku að vísu þátt í könnuninni og hún var tæplega marktæk. En eigi að síður gefur hún vísbendingu um stöðuna. Ég tel, að R-listinn muni halda meirihlutanum, ef listinn býður fram á ný. En næsta víst má telja, að Sjálfstæðisflokkurinn nái meirihlutanum, ef flokkar R-listans bjóða fram hver fyrir sig. Það er óþarfi að færa Sjálfstæðisflokknum meirihlutann.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun