Erlent

Drottningin varar við trúaröfgum

Margrét Þórhildur Danadrottning segir í nýútkominni ævisögu sinni að Danir verði að sporna við uppgangi heittrúaðra múslima í landinu. Jafnframt hvetur hún innflytjendur af arabísku bergi brotnu að læra dönsku til að einangrast ekki frá samfélaginu. Blaðakonan Anne Blistrup skrifar bókina með Margréti en þar er drottningin ómyrk í máli í garð innflytjenda. Hún er sögð hafa vanþóknun á "þessu fólki sem lætur allt sitt líf snúast um trúarbrögð." 150.000 múslimar búa í Danmörku, þeir eru um þrjú prósent þjóðarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×