Erlent

3.000 hjónabönd ógilt

Hæstiréttur Oregonríkis í Bandaríkjunum hefur ógilt næstum 3.000 hjónabönd samkynhneigðra. Síðastliðið ár hafa hommar og lesbíur í Oregon getað látið gefa sig saman í einni sýslu ríkisins þrátt fyrir að lög þess kveði á um að hjónabönd gagnkynhneigðra séu þau einu leyfilegu. Því komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að sýslunni væri ekki stætt á að gefa samkynhneigða saman. Dómararnir bentu þó á að ríkið gæti veitt samkynhneigðum staðfestingu á samvistum sínum og þar með fengið þeim ýmis réttindi hjónafólks.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×