Erlent

Rassía hjá þýsku lögreglunni

Þýska lögreglan gerði húsleit í þrjátíu byggingum í morgun í leit að íslömskum hryðjuverkamönnum og stuðningsmönnum þeirra. Ekki verður gefið upp fyrr en á hádegi hver árangurinn var en í svipaðri aðgerð í janúar voru 22 handteknir fyrir ýmis konar stuðning við hryðjuverkahópa. Þýsk yfirvöld hafa aukið til muna eftirlit með þeim þremur milljónum múslima sem búa í Þýskalandi eftir að í ljós kom að þrír árásarmannanna, sem flugu á tvíburaturnana í New York, höfðu stundað nám í Hamborg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×