Erlent

Dæmdir fyrir mútugreiðslur

Bandarískur alríkisdómstóll hefur ákært Breta, Búlgara og Bandaríkjamann fyrir misferli í tengslum við olíusöluáætlun Sameinuðu þjóðanna í Írak. Þremenningarnir eru grunaðir um að hafa afhent stjórnvöldum í Írak stórfé í mútugreiðslur sem að öðrum kosti hefði runnið til bágstaddra. Olíusöluáætlunin var við lýði á árunum 1996-2003 og var markmiðið að draga úr áhrifum viðskiptaþvingana á íraskan almenning. Sjálfstæð rannsókn á spillingu í kringum áætlunina fer fram hjá Sameinuðu þjóðunum. Endanlegar niðurstöður hennar munu liggja fyrir um mitt þetta ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×