Viðskipti erlent

Útflutningur í Afríku jókst um 31%

Samkvæmt skýrslu frá Alþjóðaviðskiptastofnuninni WTO jukust alþjóðaviðskipti um 9% á síðastliðnu ári og því er spáð að þau muni vaxa um 6,5% á þessu ári. Talið er að heimshagvöxtur muni ekki vera jafn kraftmikill á þessu ári líkt og í fyrra vegna hækkandi vaxta og háu heimsmarkaðsverði á olíu. Þetta kemur fram í Hálffimmfréttum KB banka. Í skýrslunni kemur einnig fram að vöruútflutningur frá Afríku jókst um 31% í fyrra sem er mesta aukning í rúma hálfa öld. Í Asíu átti sér stað um 14,5% aukning í vöruútflutningi í fyrra og má rekja um 6,5% af alheimsvöruútflutningi til Kína sem gerir landið að stærsta vöruútflytjanda í heimi. Ennfremur er talið að þjónustuviðskipti hafi vaxið um 16% í heiminum í fyrra sem var aðallega drifinn áfram að aukinni ferðaþjónustu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×