Erlent

Málverk af pyntingunum í Írak

Hinn heimsfrægi kólumbíski listmálari, Fernando Botero, hefur málað fimmtíu mynda röð af misþyrmingum fanga í Abu Ghraib fangelsinu í Írak. Botero, sem er einn af ríkustu listamönnum heims, er best þekktur fyrir myndir sínar af þybbnu fólki í friðsælu umhverfi. Fyrir vikið virka myndir hans úr fangelsinu enn sterkari og hrottalegri. Þessar myndir verða hluti af sýningu sem Botero opnar í Róm í júní. Sú sýning fer víðar um Evrópu og til Bandaríkjanna. Botero segir að myndirnar úr fangelsinu fari ekki þangað, nema sérstaklega verði óskað eftir því. Listamaðurinn segist ekki munu selja þessar myndir þar sem ekki sé við hæfi að græða fé á glæpum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×