Sport

McBride hræðist ekki Tyson

Írski hnefaleikakappinn Kevin McBride segist vera fullur sjálfstrausts varðandi bardaga sinn við Mike Tyson sem fram fer í Washington þann 11. júní næstkomandi. McBride, sem er 31 árs að aldri, segir að gamall draumur sé nú að rætast en hann hafi lengi ætlað sér að mæta Tyson. "Heimurinn mun standa og gapa þegar ég vinn Tyson. Eftir það ætla ég að slást um heimsmeistaratitilinn," sagði McBride. "Ég sagði föður mínum áður en hann dó fyrir sex árum síðan að ég ætlaði að slást við Tyson. Mig dreymdi um það og nú er það að rætast."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×